Fyrri mynd
NŠsta mynd

16.febrúar 2015

Jæja nú er svo komið að við höfum tekið í notkun nýja heimasíðu.  Hún er ekki svo frábrugðin þeirri gömlu nema að því leyti að vefslóðin er www.sydraskordugil.is

Hér ætlum við fjölskyldan að vera virk að setja inn fréttir og myndir. 

Fyrsta mót ársins er afstaðið.  Keppt var í fjórgangi í Meistaradeild norðurlands, KS deildinni 11.feb sl. 

Nú er fyrirkomulagið þannig að í hverju liði eru 4 knapar en bara þrír sem keppa á hverju móti. 

Lið Elvars og félaga heitir Hofstorfan/66 norður og stóðu þau sig öll frábærlega á síðasta móti.  Í liðinu eru ásamt Elvari þau Lilja Pálmadóttir, Bjarni Jónasson og Tryggvi Björnsson.

Í þetta sinn kepptu þau Elvar, Lilja og Bjarni.  Elvar fór með hana Gjöf frá Sjávarborg.  Gjöf er ung hryssa á uppleið.  Hún hefur verið hjá okkur í nokkur ár og tekur stöðugum framförum.  Hún hafnaði í 9.sæti.

Bjarni mætti með Roða frá Garði og enduðu þeir félagar í 4.sæti.  Lilja og Mói frá Hjaltastöðum voru í svaka stuði.  Þau byrjuðu á að vinna B-úrslitin og voru heldur betur í stuði einnig í A-úrslitum því eftir 4 atriði voru þau efst en Valdimar Bergstað og Hugleikur frá Galtanesi sigruðu greiða töltið og höfnuðu í 1.sæti.  Engu að síður frábær árángur hjá Lilju og Móa.

Lið þeirra Hofstorfan/66 norður enduðu í 2.sæti í stigakeppninni , aðeins 0,05 stigum frá liði Hrímnis sem sigraði liðakeppnina.

Læt hér fylgja með myndir af Gjöf frá Sjávarborg sem vinur okkar Jón Björnsson tók af þeim stöllum Gjöf og Ásdísi Ósk.

          

 

 

Uppfært 22.mars 2012                   

HM2011.jpg

KS deildin - Tölt 21.mars

Þriðja mótið í mótaröð KS deildarinnar var haldið í gærkvöldi.  Þar var mikil stemming og margir góðir hestar og knapar.  Elvar skráði Lárus okkar Láruson til leiks í tölt.  Eftir forkeppni var Elvar í 5.sæti með einkunnina 6,83. Voru þeir því efstir inn í B-úrslitin sem gengu vel og enduðu þeir félagar í 6.sæti með 7,17 og því rétt misstu af A-úrslitunum að þessu sinni. Baldvin Ari og Senjor frá Syðri-Ey sigruðu B-úrslitin glæsilega með einkunnina 7,22.  Hér má nálgast heildarúrslit mótsins

Mývatn2011-Lárus2.jpgElvar & Lárus á Mývatni 2010.

Mótin í Feb & Mars

Víða hefur fjölskyldan farið síðustu vikur - mótin hafa verið mörg og ferðalögin mis löng:)

Fyrst skal líklega nefna Svínavatn 2012.  Þangað skellti Elvar sér með nokkur hross.  Árángurinn alveg prýðilegur. 

Hlekkur frá Lækjamóti - B-flokkur - 8.sæti 8,49

hlekkur2 (640x426).jpg

Starkaður frá Stóru-Gröf-ytri - A-flokkur 5.sæti - 8,40

Starkaður.jpg

Stjörnutöltið á Akureyri var haldið sl laugardagskvöld í skautahöllinni á Akureyri.  Þangað var Elvar boðið með Hlekk.

Árángurinn af fyrsta töltmóti Hlekks var bara góður - 8.sæti með einkunnina 7.00

Hlekkur-stjörnutölt.jpg

Húnvetnska liðakeppnin 2012 - Fjölskyldan hefur verið með í henni held ég bara frá upphafi og haldið sig við lið 3 - sem er að sjálfsögðu í fyrsta sæti sem stendur.  Hér eru nokkrar myndir af þeim mótum sem eru afstaðin í vetur.

Gamla komin í hnakkin - Fimmgangur 2.flokkur 4.sæti - Vestri frá Borganesi & Fjóla Viktorsdóttir

Ásdís Ósk sigraði Tölt unglinga á Óperu frá Brautarholti.

Elvar & Ópera höfnuðu í 8.sæti í Fjórganginum.

Viktoría & Máni frá Fremri-Hvestu enduðu í 6.sæti í fjórgangi unglinga.

Ásdís Ósk & Lárus frá Syðra-Skörðugili sigruðu Fjórgang unglinga.

Grunnskólamótið í Hestaíþróttum.

Nú þegar hafa verið haldin tvö mót í mótaröð Grunnskólanna á Norðurlandi vestra.  Sem stendur er Varmahlíðarskóli í efsta sæti þegar eitt mót er eftir.  Mjótt er á munum og getur því allt gerst á síðasta mótinu sem haldið verður á Blönduósi sunnudaginn 25.mars.  En hér er árángur dætranna :) Fyrst skal nefna árángur þeirra á 1.mótinu sem haldið var á Hvammstanga.

Viktoría & Máni enduðu í 3.sæti í Tölti 4-7 bekkur.

Ásdís Ósk & Ópera frá Brautarholti lentu í 3.sæti í tölti 8-10 bekkur.

Ásdís Ósk & Hrappur frá Sauðárkróki lentu í 4.sæti í skeiði 8-10 bekkur.

Svo var það mót nr.2 sem haldið var á Sauðárkróki.

Viktoría Eik & Máni frá Fremri Hvestu sigruðu Fjórgang 4-7 bekkur.

18032012907 (640x360).jpg

Ásdís Ósk & Ópera frá Brautarholti sigruðu Fjórgang 8-10 bekkur.

Ásdís Ósk & Dreki frá Syðra-Skörðugili enduðu í 3.sæti í skeiði 8-10 bekkur.

Skagfirska mótaröðin í gærkvöldi.

Fjölskyldan skellti sér í Reiðhöllina í gærkvöld og tók þátt í fyrsta móti Skagfirsku mótaraðarinnar.  Keppt var í fjórgangi.  Í stuttu máli gékk heimilisfólkinu svona:

Viktoría Eik Elvarsdóttir og Máni frá Fremri-Hvestu 1.sæti í barnaflokki :)

Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Lárus frá Syðra-Skörðugili  7.sæti unglingaflokki (gékk lítið upp hjá þeim félögunum)

Harpa Rún Ásmundsdóttir og Vestri frá Borganesi 3.sæti ungmennaflokki

Elvar Einarsson og Barði frá Brekkum 4.sæti meistaraflokki.

Myndir og tölur koma síðar:)

 

Fyrstu mót vetrarins :)

Jæja þá er keppnistímabilið formlega hafið og nóg um að vera framundan.  Þetta hófst allt sl fimmtudag með þátttöku Elvars í KEA mótaröðinni. Skráði hann tvö hross á mótið og gékk bara alveg bærilega.  Barði frá Brekkum var á sínu fyrsta móti og fékk 5,83 í einkunn sem er bara ágætt svona á þessu fyrsta.  Ópera frá Brautarholti var í ágætu stuði og endaði í 8-9 sæti með einkunnina 6,50.  Hér má sjá úrslitin í heild sinni.  Því miður voru ekki teknar neinar myndir.

KEA-mótaröð fjórgangur - A-úrslit

1 Baldvin Ari Guðlaugsson / Senjor frá Syðri-Ey 7,07
2 Viðar Bragason / Björg frá Björgum 7,03
3 Líney María Hjálmarsdóttir / Þytur frá Húsavík 6,77
4 Þorvar Þorsteinsson / Einir frá Ytri-Bægisá I 6,63
5 Linnea Brofeld / Geisli frá Efri-Rauðalæk 6,33

KEA-mótaröð fjórgangur - B-úrslit
1 Líney María Hjálmarsdóttir / Þytur frá Húsavík 6,70
2 Stefán Friðgeirsson / Svanur Baldur frá Litla-Hóli 6,53
3-4 Helga Árnadóttir / Þruma frá Akureyri 6,50
3-4 Elvar Einarsson / Ópera frá Brautarholti 6,50
5 Guðmundur Karl Tryggvason / Ás frá Skriðulandi 5,90

Síðan var förinni heitið á Ólafsfjörð sl laugardag.  Þar hélt hestamannafélagið Gnýfari opið töltmót sem var alveg prýðisgott.  Ísinn var þó eitthvað að stríða þeim og aðstæður því ekki eins og best verður á kosið.  Elvar skráði þar til leiks þá Lárus frá Syðra-Skörðugili í tölt , Hrapp frá Sauðárkróki og Segul frá Halldórsstöðum í skeið.  Segull var hér á sínu fyrsta móti og stóð sig eins og hetja.  Hann hefur ekki farið oft að heiman þessi elska og var nokkra stund að átta sig á aðstæðum.  Hann skeiðaði þó eins og enginn væri morgundagurinn og hafnaði í öðru sæti á tímanum 9,10 sem er býsna góður tími miðað við aðstæður á brautinni. Hrappur skeiðaði 100m á 9,40 sek - hann er svona rétt að komast í gírinn:)  Hér meðfylgjandi eru úrslitin af mótinu í heild sinni.

istolt.jpg

 

Tölt A úrslit:
 1. Helgi Þór Guðjónsson Bergur frá Kolsholti 2 7,43
 2. Elvar Einarsson Lárus frá Syðra-Skörðugili 7,43
 3. Vignir Sigurðsson Lygna frá Littlu-Brekku 7,16
 4. Úlfhildur Sigurðardóttir Svifla frá Hóli 7,13
 5. Atli Sigfússon Krummi frá Egilsá 7,1
Tölt B úrslit:
 1. Helgi Þór Guðjónsson Bergur frá Kolsholti 2 7,23
 2. Vignir Sigurðsson Lygna frá Littlu-Brekku 7,1
 3. Þorbjörn H Matthíasson Gígja frá Litla-Garði 6,9
 4. Viðar Bragason Björg frá Björgum 6,7
 5. Stefanía Árdís Árnadóttir Vænting frá Akurgerði 6,5
 6. Jón Páll Tryggvason Snillingur frá Grund 2 6,43
 7. Höskuldur Jónsson Svali frá Sámsstöðum 6,43
 
Skeið:
 1. Svavar Hreiðarsson Jóhannes Kjarval frá Hala 8,94
 2. Elvar Einarsson Segull frá Halldórsstöðum 9,10
 3. Sveinn Ingi Kjartansson Prati frá Eskifirði 9,22
 4. Elvar Einarsson Hrappur frá Sauðárkróki 9,40
 5. Gestur Páll Júlíusson Magnús frá Sandhólaferju 9,45

Hross á húsi veturinn 2012

Þeir eru margir gæðingarnir sem eru komnir á járn og verða okkur til yndis og ánægju í vetur.  Þar má helsta nefna:

Hlekkur frá Lækjamóti -  F: Álfur frá Selfossi  M: Von frá Stekkjarholti

Hlekkur-Lækjamóti.jpg

Lárus frá Syðra-Skörðugili - F: Þyrill frá Aðalbóli M: Lára frá Syðra-Skörðugili

islm-barna.jpg

Ópera frá Brautarholti - F: Hrókur frá Brautarholti M: Stjarna frá Brautarholti

ÁÓ&Ópera.jpg

Laufi frá Syðra-Skörðugili - F: Hróður frá Refsstöðum M: Lára frá Syðra-Skörðugili

Laufi-stóðhestaveisla.jpg

Vestri frá Borganesi - F: Kolfinnur frá Kjarnholtum M: Héla frá Bræðraborg

Vestri-stóðhestaveisla2011.jpg

Máni frá Fremri-Hvestu F: Dynjandi frá Hólum M: Perla frá Fremri-Hvestu

Vee&Máni.jpg

Hrappur frá Sauðárkróki - F: Brjánn frá Sauðárkróki M: Hremmsa frá Sauðárkróki

Mývatn2011-hrappur2.jpg

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili - F: Aðall frá Nýja Bæ M: Lára frá Syðra-Skörðugili

Nökkvi.jpg

Íþróttamaður Skagafjarðar 2011 - Elvar Einarsson

Í lok desember 2011 var gert kunnugt val á Íþróttamanni Skagafjarðar 2011 og í ár hlaut Elvar þann heiður.  Þetta var mikill heiður að hljóta þessa nafnbót þetta árið og frábært fyrir hestaíþróttirnar í heild sinni.  Frábær titill og skemmtileg viðbót við annars frábært ár hjá honum. Ásdís Ósk var tilnefnd sem ungur og efnilegur íþróttamaður 4 árið í röð.

Íþróttamaður Skagafj.2011.jpgÁÓ.jpg

 

Hestaíþróttamenn Skagafjarðar 2011.

Í byrjun desember 2011 hlutu þau feðgin Elvar & Ásdís Ósk titlana Hestaíþróttamenn Skagafjarðar 2011 hvort í sínu flokki.  Þar sem fjölskyldan fór í smá frí á þessum tíma var aldursforsetinn í fjölskyldunni hann afi Einar sendur á staðinn til að taka á móti viðurkenningunum fyrir þau. 

Uppskeruhátíð-2010.jpgMyndin er frá tilnefningunni 2010.

 

10.ágúst Heimsmeistaramót í Austuríki

Þá erum við hjónin komin aftur heim eftir frábært mót á HM í Austuríki.  Þátttaka Elvars í Íslenska landsliðinu á HM er búin að vera frábært ævintýri sem endaði vel og verður okkur lengi minnisstætt.  Hann hóf keppnina á Gæðingaskeiði.  Eftir fyrri sprettinn voru Elvar og Kóngur í 5.sæti en Kóngur var ekki alveg uppá sitt besta í seinni sprettinum og lá ekki og þ.a.l engin einkunn. 

Síðan var komið að 250m skeiðinu.  Eftir fyrri tvo sprettina voru Elvar og Kóngur með 4 besta tímann.  Daginn eftir voru svo seinni sprettirnir farnir en þá báða tókst startið úr básunum ekki vel og tíminn því ekki nægur og höfnuðu þeir félagar í 7.sæti.

Þá var komið að 100 m skeiðinu sem var síðasta dag mótsins.  Þá virtist Kóngur loks vera kominn í stuð og fóru þeir félagar fyrri sprettinn á næst besta tímanum 7,44 sek sem er hans lang besti tími til þessa.  Seinni sprettinn bætti hann svo aðeins um betur og fór sprettinn á 7,44 sek sem virtist vera besti tíminn.  Þegar allir höfðu farið sína spretti var orðið ljóst að Elvar og Kóngur voru orðnir heimsmeistarar í 100 m skeiði.  En vegna mistaka mótshaldara við tímatökuna þá fékk sú danska Iben Andersen að fara sinn þriðja sprett.  Í fyrsta sprettinum hennar lág hesturinn ekki en í seinni sprettinum lág hann en þeir náðu ekki tímanum á henni.  Þriðja sprettinn fór svo Iben á tímanum 7,43 og því besti tíminn.  Þá var ljóst að Elvar og Kóngur voru í 2.sæti.  Það var engu að síður frábær tilfinning að vera heimsmeistari þó það varði um stutta stund:) Engu að síður frábær árángur hjá þeim félögum og silfrið í höfn:)

elvarkongur.jpg

10.ágúst Fákaflug 2011.

Þrátt fyrir að foreldrarnir væru flogin út til Austuríkis á HM létu dæturnar það ekki standa í vegi fyrir þátttöku á Fákaflugi 2011.  Þær fengu þau Sölva og Álfhildi í lið með sér til að hjálpar í gegnum mótið og má með sanni segja að það hafi gengið vel.  Viktoría með þá Takt og Máni voru í 13 & 14 sæti að þessu sinni en með góðar sýningar og stóð hún sig snilldarlega skvísan. 

Eftir forkeppnina í barnaflokki var Ásdís Ósk með bæði hrossin sín í úrslitum.  Ópera í 3.sæti með einkunnina 8,51 og Lárus í 1.sæti með einkunnina 8,54.  Þau héldu svo sínu sæti í úrslitunum Ásdís og Lárus með einkunnina 8,68 sem er alveg frábær árángur:)

Fákaflug.jpg

 

Fákflug.jpg

10.ágúst Íslandsmót barna, unglinga & ungmenna. Frábær árángur hjá Ásdísi Ósk og Viktoríu Eik á Íslandsmóti.

Jæja nú er sko frá mörgu að segja:) Fyrst skal nefna frábærann árángur hjá dætrum okkar á Íslandsmóti barna,unglinga og ungmenna sem haldið var í Keflavík á dögunum.  Þær tóku þátt í mörgum greinum og fyrst skal nefna frábærann árángur hjá Viktoríu Eik með hann Takt frá Hestasýn.  Eftir forkeppni í tölti endaði hún í 11.sæti og eftir forkeppni í fjórgangi var hún í 9.sæti en stóð sig heldur betur vel í B-úrslitunum og var hársbreidd frá því að vinna sig inn í A-úrslit með einkunnina 5,80 en sá sem stóð efstur , Viktor Adolfsson, var með einkunnina 5,87.  Frábær árángur hjá litlu skvís og Takt.

b-urslit_born.jpg

Viktoría mætti einnig til leiks í tölti og fjórgangi með hann Mána sinn frá Fremri-Hvestu.  Eftir forkeppni í fjórgangi var ljóst að þau enduðu í 17.sæti. Í töltinu voru þau að gera frábæra hluti en einhver misskilningur varð á milli þeirra því Máni fór óvart öfugu megin við línuna við hliðið að vellinum og fengu þau því enga einkunn en sýning þeirra var alveg frábær og stóðu þau sig með stakri prýði:)

283904_10150246698731732_521326731_7739712_7073711_n.jpg

Eftir forkeppni í Fjórgangi barna voru þær stöllur Ásdís og Ópera frá Brautarholti í 3.sæti.  Ásdís og Ópera héldu svo sínu sætu í úrslitunum með einkunnina 6,40.  Frábær frammistaða á fyrsta íþróttamótinu hennar Óperu:)

ÁÓ&Ópera.jpg

Þá var komið að 100m skeiði Unglinga og þar gerðu þau frábæra hluti Ásdís Ósk og Dreki gamli frá Syðra-Skörðugili.  Sá gamli skeiðaði 100m á 9,61 sek og landaði þar með Íslandsmeistaratitli:)

und.jpg

Svo var komið að Tölti barna.  Þar hafði Ásdís Ósk Íslandsmeistaratitil að verja og viti menn hún mætti sterk til leiks í 2.sæti eftir forkeppni á honum Lárusi frá Syðra-Skörðugili.  Að loknum úrslitum varð ljóst að þær Ásdís og Rúna Tómasdóttir voru hnífjafnar og urðu dómarar að gefa sæti.  Að því loknu var orðið ljóst að þau Ásdís Ósk og Lárus lönduðu Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð:)

islm-barna.jpg

19.júlí Íslandsmeistaratitill & Heimsmeistaramót :)

Það er nú margt sem hefur á daga okkar drifið síðustu daga og mikið að gerast á heimilinu.  Það sem er nýjast er að Elvari og Kóngi frá Lækjamóti var í gær boðið að vera með í Íslenska landsliðinu sem fer til Austuríkis. Elvar ákvað að þiggja boðið og skella sér með.  Það er ekki á hverjum degi sem svona býðst og óvíst hvort þessi staða komi aftur upp og því um að gera að grípa gæsina meðan hún gefst:) Kóngur er í feikna formi og klár í slaginn og vonandi bara að þetta gangi sem best:)

Kóngur.laufsk.r.helgi-2010.JPG

Elvar skellti sér suður á land með skeiðhestana um síðustu helgi til að taka þátt á Íslandsmóti á Selfossi.  Skemmst er frá því að segja að Elvar kom heim með eitt gull, eitt silfur og eitt brons sem er nú bara býsna góður árángur.  Í 100m skeiðinu varð Elvar og Kóngur frá Lækjamóti í 2.sæti á tímanum 7,65 en sigurvegari varð vinur okkar Þórarinn Eymundsson og Bragur frá Bjarnastöðum en þeir fóru á tímanum 7,61.

Elvar og Hrappur frá Sauðárkróki unnu til verðlauna í 150m skeiðinu en þar skeiðaði Hrappur á tímanum 14,71 sem er hans besti tími fram að þessu og svo virðist sem hann bæti sig við hvern sprettinn.  Verður gaman að sjá hvað Hrappur gerir í framtíðinni.

Í 250m skeiðinu urðu Elvar og Kóngur frá Lækjamóti fljótastir og þar með Íslandsmeistarar á tímanum 21,89 sem er alveg frábær árángur.  Svo virðist skv.upplýsingum frá Landssambandi Hestamanna að þar með sé besta tíma landsins slegið út en hann var 22,47 hjá Sigurbirni Bárðasyni og Flosa frá Keldudal frá árinu 2009. En metið er ekki enn staðfest og verðum við að bíða og sjá hvernig fer með það. Hér að neðan má sjá myndir frá Íslandsmótinu sem Heiðrún Ósk tók og sendi mér.

Íslandsmót2011.jpg

Skagfirðingar í 3 efstu sætunum í 100m skeiði.  Þórarinn, Elvar og Mette.

Íslandsmót2011-2.jpg

Nýkrýndur Íslandsmeistari í 250m skeiði Elvar & Kóngur frá Lækjamóti.  Sigurbjörn í 2.sæti og Daníel í 3.sæti

13.júlí

Þá er Landsmót og Hestaferð að baki.  Landsmótið var frábært í alla staði og af heimilisfólkinu að Syðra-Skörðugili og þátttöku þeirra á Landsmóti er það að frétta að Viktoría Eik og Máni tóku þátt í barnaflokki og stóðu sig prýðilega, höfnuðu í 38.sæti.  Elvar tók þátt í kappreiðunum og 100 m skeiðinu og gékk líka alveg prýðilega.  Kóngur frá Lækjamóti varð í 4.sæti í 250m skeiðinu og Hrappur var að standa sig ágætlega líka en ekki þó alveg upp á sitt besta í þetta skiptið. 

Að Landsmóti loknu drifum við okkur í hestaferð með nokkra Svía.  Haldið var af stað á þriðjudegi e.Landsmót og haldið inn Austurdal þar sem gist var í Merkigili eina nótt.  Þetta var alveg frábær ferð.  Alls voru um 65 hross í ferðinni og 20 manns ríðandi.  Alltaf gaman að skella sér í hestaferð og sérstaklega í góðum félagsskap:)  

Nú eru það Íslandsmótin sem eru næst á dagskrá svona þegar ekki er verið að heyja.  Elvar lagði af stað suður á Selfoss í dag með þá Hrapp og Kóng í skeiðgreinarnar á Íslandsmóti fullorðinna.  Síðan ætlar fjölskyldan heldur betur að leggja land undir fót og skella sér með fulla hestakerru til Keflavíkur á Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna.  Dæturnar ætla heldur betur að slá um sig taka þátt í öllum greinum og alls verður farið með 5 hesta á mótið.  Þetta verður bara skemmtilegt og verður slegið saman hestamóti og sumarfríi fjölskyldunnar.

Nokkrar myndir frá liðnum dögum hér að neðan.

Hestaferð2011.JPG

Hestaferð-2011-2.JPG

Hestaferð-2011-3.JPG

Hestaferð-2011-4.JPG

Lára og Mön voru sóttar í Dýrfinnustaði í dag og báðar sónaðar fylfullar:) Lára var sædd við honum Álfi frá Selfossi en Mön var sædd við Hróðri frá Refsstöðum.  Það verður spennandi að sjá hvað þær koma svo með næsta vor. 

Lára&Mön.JPG

Þetta krúttlega folald hér að neðan er hún Draumadís frá Syðra-Skörðugili.  M: Mön frá Lækjamóti F: Kappi frá Kommu.

Draumadís.JPG

Þetta er svo hún Óskadís frá Syðra-Skörðugili M: Lára frá Syðra-Skörðugili F: Kvistur frá Skagaströnd

Óskadís.JPG

 

14.júní

það hefur margt á daga okkar drifið síðan síðast:) Sauðburður skall á um miðjan apríl og síðan tók við lok skattframtalsgerðar, kynbótasýningar o.fl  Hef ég því ekki staðið mig í stykkinu við uppfærslu á heimasíðunni. 

Í gær fór fram úrtaka fyrir Landsmót 2011 hjá hestamannafélögunum í Skagafirði.  Frá því er að segja að dætur okkar stóðu sig eins og hetjur að vanda.  Viktoría Eik og Máni frá Fremri-Hvestu eru komin með farseðil á mótið og Ásdís Ósk og Ópera frá Brautarholti eru fast á hæla hennar sem 1.varahestur.Vee&Máni.jpg

Ásdís-ÓPERA.jpg

5.apríl

Nýjar myndir af Laufa frá Stóðhestaveislunni - koma af facebook síðu Reiðhöllin Svaðastaðir.

Laufi-stóðhestaveisla2.jpg

GeoTag:
65, -19

Hesthúsvígsla Syðra-Skörðugili

Laugardaginn 27.nóv sl var tekið í notkun nýtt og endurbætt hesthús að Syðra-Skörðugili.
:: meira

Hlekkur frá Lækjamóti með 80% fylhlutfall

Hlekkur frá Lækjamóti var í hólfi hjá okkur í sumar. Aðsóknin var mjög góð og alls komu til hans 25 hryssur.
:: meira

Ásdís Ósk æfir stíft fyrir Tekið til kostanna.

Nú fer að styttast í sýninguna Tekið til kostanna sem haldin verður um næstu helgi í Reiðhöllinni Svaðastöðum.
:: meira

Varmahlíðarskóli sigraði Grunnskólamótið í hestaíþróttum.

Þriðja og síðasta grunnskólamótið í hestaíþróttum var haldið í reiðhöllinni á Blönduósi laugardaginn 18.apríl sl.
:: meira