Fyrri mynd
NŠsta mynd
English
Sy­ra Sk÷r­ugil
Sy­ra Sk÷r­ugil
Opna valmynd Loka valmynd
 
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English English
booking.com - 2016 Award Winner
Booking
Icelandic Tourist Board - Licencee

Hafðu samband og við munum aðstoða þig með ánægju.

 

Viðurkenning frá booking.com !


Ummæli gesta um Gistihúsið Syðra-Skörðugili fékk í einkunn 8,9 af 10 mögulegum á okkar fyrsta ári 2015.  Erum bara mjög sátt og ánægð með hversu vel hefur farið um okkar gesti.  Stefnum yfir 9 á árinu 2016 !


Bjóðum uppá vetrarferð - hestar, matur, fjör og norðurljós :)

Í fyrsta sinn nú í vetur ætlum við að prufa að bjóða gestum uppá vetrarferð.  Dagana 10 - 17 febrúar nk ætlum við að bjóða fáum útvöldum heim að Syðra-Skörðugili í svokallaða vetrarferð.  Við getum einungis tekið fáa þar sem hestakosturinn eða réttara hesthúspláss takmarkast af ákveðnum fjölda reiðmanna.  Þessa daga ætlum við að bjóða viðskiptavinum uppá reiðkennslu á mjög svo vel þjálfuðum og reyndum keppnishestum sem og frábærum reiðhestum.  Tekið verður sérstaklega fyrir kennsla á skeiði.  Einnig verður vonandi hægt að bjóða uppá reiðtúr á ís og margt fleirra skemmtilegt.  Ásamt þessu öllu ætlum við að heimsækja nokkur útvalin hrossaræktarbú í Firðinum og einni vonandi heimsækja Hólaskóla.  Gisting verður að sjálfsögðu í boði í nýuppgerða Ömmubæ og allt fæði innifalið sem er nú ekki af verri endanum :)  Það eru enn nokkur pláss laus svo endilega hafið samband ef áhugi.  Verð fyrir heildarpakkann er 170.000.

Meiri upplýsingar um ferðina má lesa á www.riding-iceland.com

 

 

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili á stóðhestaveislu 2015


Jakob Sigurðsson sýndi Nökkva frá Syðra-Skörðugili í lokaatriði stóðhestaveislunnar í Spretti sl. laugardag ásamt fleirri frábærum stóðhestum og knöpum.  Klárinn var í feikna formi og sýndi vel hvað töltið er einstaklega rúmt og skrefmikið.  Verður gaman að fylgjast með þeim félögum í vor. 

https://sydraskordugil.is/files/385/2015041310300829157c7d902bd328beb56eb0669a33aa.jpg

Ferðaþjónustan Syðra-Skörðugili orðin partur af Riding-Iceland.com !


Síðustu daga og vikur höfum við verið í viðræðum við eigendur Riding Iceland ehf og vorum að fjárfesta í 20% eignarhlut í félaginu.  Riding Iceland ehf er félag sem hefur það að markmiði að standa að sameiginlegri markaðssetningu á hestatengdri ferðaþjónustu á Íslandi.  Í félaginu er frábært fólk sem býður uppá stórkostlegar hestaferðir út um allt land.  Endilega kíkið á heimasíðuna okkar.

www.riding-iceland.com

https://sydraskordugil.is/files/385/20150315153852bd9abeea580a58100937dee6e54ff117.jpg

 

 

Elvar og Gáta frá Ytra-Vallholti enduðu í 7.sæti í fimmgangi KS deildarinnar.


Annað mótið í KS deildinni var haldið á miðvikudagskvöld.  Mótið var vel sótt og góð stemming.  Elvari og liðsfélögum í Hofstorfan/66 norður gékk misvel. Eftir forkeppni voru þeir báðir í B-úrslitum Elvar með Gátu frá Ytra-Vallholti og Tryggvi Björnsson með Kná frá Ytra-Vallholti. Þessa stólpagæðinga frá Ytra-Vallholti fengu þeir félagar lánaða hjá Bjarna liðsfélaga sínum.  Bjarni Jónasson mætti til leiks með Dyn frá Dalsmynni og gékk sýningin frábærlega þar til kom að skeiði þar sem einungis annar sprettur þeirra heppnaðist.  Elvar endaði í 7.sæti og Tryggvi í því sjötta.

Læt hér fylgja eina mynd af henni Gátu og eiganda sínum Bjarna Jónassyni.

https://sydraskordugil.is/files/385/201503131034530f42ec454759ab8a519fbea84fbf36ac.jpg

 

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili á Svínavatni


Stóðhesturinn Nökkvi frá Syðra-Skörðugili ásamt knapa sínum Jakobi Sigurðssyni mættu til leiks á Svínavatni um sl.helgi.  Nökkvi keppti í B-flokki gæðinga og hafnaði í 3.sæti með einkunnina 8,74.  Vel gert hjá þeim félögum.  Læt hér fylgja með eina mynd af honum frá mótinu.

https://sydraskordugil.is/files/385/20150308215602d2f5d8db7dbd4a5bd495d85d89745946.jpg

 

Skagfirska Mótaröðin

19.febrúar 2015


Í gær var haldið 2.mótið í Skagfirsku mótaröðinni.

Stelpurnar skelltu sér í Krók og gékk alveg prýðisvel hjá þeim.

Ásdís Ósk sigraði tölt T7 unglinga á hryssunni Gjöf frá Sjávarborg.

Viktoría Eik hafnaði í 3.sæti í sama flokki með nýja hestinn sinn Kolbein frá Sauðárkróki.  Mjög fínn árángur á þeirra fyrsta móti saman.

 

Hér má sjá mynd af Ásdísi og Gjöf sem tekin var á Íslandsmóti á Akureyri fyrir 2 árum.

https://sydraskordugil.is/files/385/2015021608564803dfbbacfb71df8d8e3767ad4b1fadc4.jpg

 

Hesthúsvígsla Syðra-Skörðugili

Laugardaginn 27.nóv sl var tekið í notkun nýtt og endurbætt hesthús að Syðra-Skörðugili.
:: meira

Hlekkur frá Lækjamóti með 80% fylhlutfall

Hlekkur frá Lækjamóti var í hólfi hjá okkur í sumar. Aðsóknin var mjög góð og alls komu til hans 25 hryssur.
:: meira

Ásdís Ósk æfir stíft fyrir Tekið til kostanna.

Nú fer að styttast í sýninguna Tekið til kostanna sem haldin verður um næstu helgi í Reiðhöllinni Svaðastöðum.
:: meira

Varmahlíðarskóli sigraði Grunnskólamótið í hestaíþróttum.

Þriðja og síðasta grunnskólamótið í hestaíþróttum var haldið í reiðhöllinni á Blönduósi laugardaginn 18.apríl sl.
:: meira
Til baka