Fyrri mynd
NŠsta mynd
English
Sy­ra Sk÷r­ugil
Sy­ra Sk÷r­ugil
Opna valmynd Loka valmynd
 
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English English

SKILMÁLAR

Almennt

 1. Syðra Skörðugil (þ.e. Elvar Eylert Einarsson) er löglegur ferðaþjónstuaðili samkvæmt Ferðamálastofu (Icelandic Tourist Board).
 2. Vinnustöð og heimilisfang er: Syðra Skörðugil, 560 Varmahlíð, Íslandi (Hnit 65.587061, -19.500527). Kennitala er 141172-3879.
 3. Syðra Skörðugil (við) leggur áherslu á góða og áreiðanlega þjónstu. Við störfum samkvæmt íslenskum neytendalögum, persónuvernd, lögum um rafræn viðskipti (e-commerce) – og reglum Ferðamálastofu (https://www.ferdamalastofa.is/is).
 4. Viðskiptavinur samþykkir þessa skilmála með því að smella við „I agree to the terms & conditions“, þegar það bókar í gegnum þessa heimasíðu (www.sydraskordugil.is) eða aðrar bókunarsíður á okkar vegum. (Eins og er er bókunarsíða okkar einungis á ensku en unnið er að íslenskri útgáfu.)

Trúnaður og skilmálar

 1. Við notum kökur (cookies) á þessari heimasíðu. Með því að nota síðuna samþykkir þú það.
 2. Allar persónulegar upplýsingar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og ekki afhendar til þriðja aðila.
 3. Við notum bókunarkerfi hjá Bókun (www.bokun.is) og örugga greiðslugátt Borgunar (www.borgun.is).
 4. Greiðslukortaupplýsingar eru aldrei vistaðar á heimasíðu okkar né fara í gegnum heimasíðuna okkar.
 5. Ef bókað er fyrir aðra persónu en þig þá þarftu að tryggja að þú hafi leyfi viðkomandi til þess.
 6. Þú þarf að vera 18 ára eða eldri til þess að geta gengið frá bókun.

Afhending og endurgreiðsla

 1. Við tökum 20% gjald ef bókun er afpöntuð sjö dögum eða skemur áður en varan (ferð eða gisting) er afhent.
 2. Varan (ferð eða gisting) telst afhent um leið og ferð eða gisting byrjar.
 3. Ef þú ert ekki ánægð/ánægður með ferð, gistingu eða þjónustu skaltu láta okkur strax vita. Við munum bæta úr því strax, ef hún er á rökum reist.
 4. Það er á ábyrgð kaupandans að hann og hópur sem hann borgar fyrir, hafi þekkingu og uppfylli líkamleg skilyrði, þar sem við á, til þess að ferðast eða nýta þjónustu sem við bjóðum uppá.

Syðra Skörðugil
(Elvar Eylert Einarsson)
560 Varmahlíð
Ísland
Dagsett 29. júlí 2016